Aðsent

Skrælnaðar grasflatir
Grasflöt í Njarðvík eftir þurrkatíð undanfarnar vikur. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 12. júlí 2012 kl. 13:54

Skrælnaðar grasflatir

Það er ljótt að sjá allar skrælnuðu grasflatirnar. Þær eiga það sameiginlegt að undir þeim er lítil sem engin mold því þökur hafa verið lagðar beint á möl eða sand. Undir grasflötum þarf að vera góð mold svo þær skrælni ekki í þurrkinum. Þær mega líka vera nokkuð sveltar af áburði, þá þrífst á þeim hógvær blómgróður, náttúrulegt vistkerfi með grastegundum, hvítsmára, möðrum, augnfró o.fl. fallegum bómum. Þetta er víða að gerast víða hér um slóðir.
 
Takið eftir að náttúrugróður úti í móa skrælnar ekki því þar hann er með ræturnar í mold sem geymir vel raka. Það sást vel þegar Reykjanesbrautin var breikkuð hvo mikið við eigum af mold. Hún getur geymd jafnþyngd sína af raka sem kemur sér vel í þurrviðri. Hún hefur þann galla að verða að súpu þegar hún blotnar mikið en það má vinna gegni því með því að blanda hana með möl eða sandi, en ekki meira en til helminga.
 
Við eigum að nýta okkar náttúrulegu mold undir grasþökurnar ásamt skít og sandi - og rækta sjálfbærar grasflatir. Það er dýr orkusóun að dæla upp vatni og vökva dögum saman eða sitja uppi með skrælnaðar flatir ella. Ég skora á bæjarfélög og framkvæmdaraðila að læra eitthvað af mistökunum.

Þorvaldur Örn
Líffræðingur og íbúi í Vogum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024