Aðsent

Mikilvægi sjúkraflutninga á Suðurnesjum
Miðvikudagur 2. maí 2018 kl. 17:52

Mikilvægi sjúkraflutninga á Suðurnesjum

Sjúkraflutningar og gæði þeirra eru gríðarlega mikilvægir fyrir Suðurnesjamenn.
 
Í ljósi niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu um árabil hafa sjúkraflutningar með alvarlega veika og slasaða einstaklinga frá Suðurnesjum og inn í Reykjavík aukist. Í kjölfar lokunar skurðstofa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir áratug er viðbúið að sjúkraflutningar sængurkvenna og nýbura hafi einnig aukist. 
 
Með stórauknum íbúafjölda og aukningu ferðamanna á útkallssvæði Brunavarna Suðurnesja (BS) og umsvifa á Keflavíkurflugvelli hafa sjúkraflutningar margfaldast síðastliðin ár. Frá árinu 2015 til 2017 hefur sjúkraflutningum fjölgað um rúmlega 40% og enn bætist við. Útköll á síðasta ári voru rúmlega 3070 en árið 2013 voru útköll rétt rúmlega 2000.
 
Við búum svo vel að eiga gríðarlega fjölhæfa og faglega slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í Brunavörnum Suðurnesja. Þeir hafa um árabil átt í góðu samstarfi við bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, lögreglu og björgunarsveitirnar á Suðurnesjum. Aðstaða þessara bjargvætta hefur þó lengi verið óviðunandi. Til stendur nú að reisa nýtt húsnæði fyrir Brunavarnir Suðurnesja. Slík áætlun hefur verið til staðar í áratugi en nú er loks gert er ráð fyrir að byggingaframkvæmdir hefjist síðar á þessu ári.  
 
Á síðustu 3 árum hefur rekstur BS stórbatnað undir forystu Samfylkingarinnar, tæki verið endurnýjuð og nýr slökkviliðsbíll verið keyptur sem kemur til landsins nú í sumar án allrar lántöku.
 
Okkur er annt um öryggi bæjarbúa og við viljum halda áfram að styðja og byggja upp Brunavarnir Suðurnesja.
 
X-S Samfélag í sókn.
 
Guðrún Ösp Theodórsdóttir,
skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ 
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024