Sami Kamel skaut Blikum úr bikarkeppninni með tveimur glæsimörkum
Keflavík vann sigur á Breiðabliki í kvöld með tveimur mörkum gegn einu í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Grindavík vann sigur með sömu markatölur á ÍBV úti í Eyjum en Víðismenn þurftu að játa sig sigraða fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings eftir að hafa náð forystu í leiknum.
Nánar verður fjallað um leikina síðar hér á vf.is og fleiri myndir birtar frá leiknum.