Keflavíkurkirkja
Keflavíkurkirkja

Pistlar

Einbýlishús á besta stað
Föstudagur 16. september 2022 kl. 09:16

Einbýlishús á besta stað

Byrðunum sem lögð eru á sveitarfélög vegna komu flóttamanna til landsins er misskipt. Hlutfallslega koma langflestir til Reykjanesbæjar með tilheyrandi álagi á innviði sveitarfélagsins og talað hefur verið um að mun meira fjárframlag þurfi frá ríkinu svo hægt sé að sinna þessum málaflokki svo sómi sé að.

Sum sveitarfélög komast alveg hjá því að taka þátt í samfélagslegri þjónustu sem þessari og leggja lítið sem ekkert af mörkum. Því er rétt að skoða hvort ekki megi skoða nýjar nálganir á málaflokkinn.

Þannig væri kjörið að Reykjanesbær myndi kaupa þrjú til fjögur reisuleg einbýlishús í einhverju öðru sveitarfélagi helst við götu með nafnaendingu á borð við -flöt eða -akur. Húsunum mætti svo breyta í fjölbýli og hýsa þannig þrjár til fjórar fjölskyldur í hverju. Húsin myndi Reykjanesbær svo framleigja til ríkisins til móttöku flóttmanna. Þannig myndi Reykjanesbær á einfaldan máta geta fært sérþekkingu sína til annara sveitarfélaga sem látið hafa eins og málaflokkurinn sé ekki til.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Væntanlega væri nóg að byrja á einu húsi á réttum stað til að hleypa öllu af stað. Það hefst ekki nema reynt sé.