Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Vill verða fótboltaþjálfari
Sunnudagur 26. mars 2023 kl. 06:03

Ungmenni vikunnar: Vill verða fótboltaþjálfari

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Viktor Þórir
Aldur: 13
Skóli: Akurskóli
Bekkur: 8. bekkur
Áhugamál: Fótbolti

Viktor Þórir er þrettán ára fótboltakappi sem er í 8. bekk í Akurskóla. Viktor lýsir sjálfum sér sem kónginum og hann sé þar af leiðandi alls ekki feiminn. Viktor er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið?
Íþróttir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Pési, hann er góður í körfubolta.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar strákar settu sófa fyrir klósettin í skólanum og læstu fullt af krökkum inni.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Mikki og Pési.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Gestalistinn.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Nautakjöt.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
Leynilöggan.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?
Mat til að borða, sjónvarp til að horfa á enska boltann, fótbolta til að sparka í.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er alls ekki feiminn.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?
Geta flogið til að geta farið hvert sem ég vil.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að vera fótboltaþjálfari.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Kóngurinn.