Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Traust, fyndin og hugmyndarík
Laugardagur 27. maí 2023 kl. 06:12

Ungmenni vikunnar: Traust, fyndin og hugmyndarík

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Eva Lind Magnúsdóttir
Aldur: 16 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 10. bekkur
Áhugamál: Fótbolti, bakstur og fleira


Eva Lind er sextán ára nemandi í Njarðvíkurskóla sem ætlar að verða sálfræðingur í framtíðinni. Hún kann að meta traust og hreinskilni. Eva Lind er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Klárlega íþróttir og íslenska, bæði út af faginu og kennaranum.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Örugglega einhver fyrir íþróttir en það er mjög mikið af íþróttafólki í skólanum, þannig að það er erfitt að velja einn.

Public deli
Public deli

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég og vinkonur mínar vorum reknar úr tíma vegna þess að við vorum að pissa í okkur úr hlátri.

Hver er fyndnastur í skólanum? Kristín Arna.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Örugglega Video Games með Lana Del Rey.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkó kjúklingasúpa.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Er ekki mikið fyrir bíómyndir en ég er að elska íslenskt sjónvarpsefni.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Kristinu, Írisi og Hildigunni út af það væri geðveikt fyndið.

Hver er þinn helsti kostur? Fyndin og ákveðin.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleport.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust og hreinskilni.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Stefni á FS og vill læra að verða sálfræðingur í framtíðinni.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Hugmyndarík.