Sjálfstæðisflokkurinn 13. - 26. sept
Sjálfstæðisflokkurinn 13. - 26. sept

Mannlíf

Töfrar ástarinnar í Bíósal Duus Safnahúsa
Alexandra Chernyshova, sópran, Svafa Þórhallsdóttir, mezzósópran, og Gróa Hreinsdóttir, píanóleikari. VF-myndir: Jón Hilmars
Jón Hilmarsson
Jón Hilmarsson skrifar
föstudaginn 16. júlí 2021 kl. 12:00

Töfrar ástarinnar í Bíósal Duus Safnahúsa

– Tónleikagestir voru vel með á nótunum

Tónleikarnir Töfrar ástarinnar fóru fram fyrir fullu húsi gesta fimmtudagskvöldið 8. júlí í Bíósal Duus Safnahúsa.

Á efnisskrá voru þekktar aríur og lög frá Norðurlöndunum sem Alexandra Chernyshova, sópran, og Svafa Þórhallsdóttir, mezzósópran, sungu listavel við undirleik Gróu Hreinsdóttur á píanói.

Tónleikagestir voru vel með á nótunum og tóku hverju lagi fagnandi. Sígríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi þingmaður og kennari, sagði m.a.: „Þessir tónleikar voru í einu orði sagt alveg stórkostlegir og þessar þrjár listakonur fórum mikinn og held ég að enginn hafi verið ósnortinn  undir þessum söng.“

Viðreisn
Viðreisn