Mannlíf

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Aríel Gauti Gunnarsson
Aríel Gauti Gunnarsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 19. júlí 2022 kl. 07:00

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Aríel Gauti Gunnarsson

„Persónulega finnst mér ekki nógu mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri,“ segir Aríel Gauti um stöðu ungmenna á vinnumarkaðnum. Hann segir fjölbreyttara framboð vinnu hjá sveitarfélaginu geta verið lausn á málinu. Í sumar ætlar Aríel Gauti að vinna hjá iðnaðarfyrirtækinu Stéttarfélagið ehf.
Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu? 

Ég ákvað að sækja um þessa vinnu vegna þess að ég fæ laun sem ég er sáttur með og það var ekki mikið í boði fyrir mig í Reykjanesbæ.

Hvað ert þú að gera í vinnunni?

Ég er meira og minna að aðstoða þegar þörf er á, eins og til  dæmis núna upp á síðkastið hef ég verið að hjálpa til við að klæða hús. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína? 

Það sem mér finnst skemmtilegast við vinnuna mína er að fá að vera úti, hefði ekki viljað vera inni í allt sumar.

Hvar sóttir þú um fyrir sumarið?

Ég sótti ekki um neinar vinnur þetta sumarið.

Var erfitt fyrir þig að finna sumarvinnu?

Það er smá erfitt að fá vinnu í Reykjanesbæ fyrir minn aldur en þar sem stjúppabbi minn er að vinna hjá þessu fyrirtæki var auðveldara fyrir mig að fá vinnu hjá Stéttarfélaginu.

Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna? 

Mér finnst hún allt í lagi en það mætti vera meira í boði fyrir unga fólkið.

Finnst þér mikið í boði fyrir fólk á þínum aldri? 

Persónulega finnst mér ekki nógu mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri þar sem sumir eru ennþá að leita sér að sumarvinnu.

Hvað mætti gera til þess að koma til móts við ungmenni á vinnumarkaði? 

Ég er ekki alveg viss hvernig mætti koma betur til móts við ungmenni á vinnumarkaði en það gæti kannski verið sniðugt að bjóða upp á fjölbreyttari vinnur eins og hjá bænum.