Mannlíf

Skapandi sumarstörf í boði fyrir fólk 17-25 ára
Þriðjudagur 11. júní 2019 kl. 10:39

Skapandi sumarstörf í boði fyrir fólk 17-25 ára

Í lok maí samþykkti ríkisstjórn Íslands að veita 45 milljónum króna til fyrri hluta aðgerðaáætlunar sem ætlað er að mæta þeirri röskun sem orðið hefur á framboði atvinnu á Suðurnesjum, með fækkun starfa, m.a. í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW. Liður í þeirri áætlun er að bjóða upp á skapandi sumarstörf fyrir ungt fólk á Suðurnesjum á aldrinum 17-25 ára en reikna má með að atvinnumöguleikar þess hóps hafi skerst verulega vegna umræddrar röskunar. 

Nú hafa störfin verið auglýst á vef Reykjanesbæjar undir „laus störf“ og hér þarf að bregðast hratt við því umsóknarfrestur er skammur eða til 19.júní. Athygli er vakin á að störfin standa öllum á Suðurnesjum til boða, sem uppfylla skilyrðin að öðru leyti, þrátt fyrir að umsóknum þurfi að skila á vef Reykjanesbæjar. Samhliða er leitað eftir verkefnisstjórum til að stýra verkefnum hópsins og er umsóknum einnig skilað á sama stað. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nánari upplýsingar um störfin má sjá hér að neðan og með því að smella hér má komast beint inn á umsóknavefinn.  

Skapandi sumarstörf 
Ungu fólki á Suðurnesjum á aldrinum 17-25 ára gefst kostur á að sækja um starf við „Listhóp ungmenna“. Listhópnum er ætlað að sinna skapandi starfi í Reykjanesbæ sem tekur mið af áhuga og reynslu þátttakenda sjálfra undir leiðsögn verkefnisstjóra.  Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist 24.júní og standi í 8 vikur. Umsóknum skal skilað í gegnum sérstaka umsókn á heimasíðu Reykjanesbæjar undir laus störf og þar skulu eftirfarandi atriði m.a. koma fram:
a) Hugmynd viðkomandi að skapandi verkefnum fyrir hópinn
b) Rök fyrir því að viðkomandi ætti að vera valinn í hópinn

Farið verður yfir allar umsóknir og nefnd á vegum ábyrgðaraðila velur hópinn. Ekki er víst að allir komist að.

Skapandi sumarstörf - Verkefnisstjóri
Leitað er eftir verkefnisstjóra í eftirfarandi verkefni: Ungu fólki á Suðurnesjum á aldrinum 17-25 ára gefst kostur á að sækja um starf við „Listhóp ungmenna“. Listhópnum er ætlað að sinna skapandi starfi í Reykjanesbæ sem tekur mið af áhuga og reynslu þátttakenda sjálfra undir leiðsögn hópstjóra.  Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist 24.júní og standi í 8 vikur. Umsóknum skal skilað í gegnum sérstaka umsókn á heimasíðu Reykjanesbæjar undir laus störf og þar skulu eftirfarandi atriði m.a. koma fram:
a) Hugmynd viðkomandi að skapandi verkefnum fyrir hópinn
b) Rök fyrir því að viðkomandi ætti að vera valinn

Farið verður yfir allar umsóknir og nefnd á vegum ábyrgðaraðila velur hópinn. Ekki er víst að allir komist að. 

Nánari upplýsingar veita: 

Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi – [email protected]

Berglind Ásgeirsdóttir, skólastjóri vinnuskóla Reykjanesbæjar – [email protected]