Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Settu upp bekki til að hvíla lúin bein  á gönguleiðum bæjarins
Konur úr Soroptimistaklúbbi Keflavíkur á einum af bekknum við göngustíg í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 8. september 2022 kl. 10:05

Settu upp bekki til að hvíla lúin bein á gönguleiðum bæjarins

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur, í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu og Reykjanesbæ, hafa keypt og sett upp bekki við göngustíga bæjarins. Fjáröflunarnefnd klúbbsins sá um verkefnið sem gekk mjög vel og hafa íbúar verið ánægðir með afraksturinn.

Upphafið af því að fjáröflunarnefnd Soroptimistaklúbbs Keflavíkur fór í það að finna fyrirtæki í Reykjanesbæ til að koma í samstarf við klúbbinn um kaup á bekkjunum var sú að nokkrar systur klúbbsins fóru í skipulagða göngu hjá Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem gengið var um „Gamla bæinn“. Þar er bekkur sem fjölskylda fyrri ábúenda í einu húsanna gáfu til minningar um þau. Í framhaldi kom til tals að eldri borgarar, 80-100 ára, sem eru í gönguhóp hefðu verið að tala um að það vantaði bekki á gönguleiðum þeirra til að hvíla lúin bein og njóta. Ákveðið var að þetta væri nú eitthvað sem fjáröflunarnefndin gæti skoðað. Farið var í að hringja í nokkur fyrirtæki í Reykjanesbæ til að athuga hvort vilji væri fyrir því að koma í samstarf við Soroptimistaklúbb Keflavíkur og fékk klúbburinn fjóra aðila; Byko, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Lagnaþjónustu Suðurnesja og Ellert Skúlason ehf, til að styrkja klúbbinn um kaup á bekkjunum. Einnig var farið í samstarf við Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar um aðstoð við að staðsetja bekkina á þeim stöðum sem fundinn var í sameiningu við Garðar Sigurðsson, talsmann eldri borgaranna. Til að gera þetta enn skemmtilegra setti ein systir skilaboð á síðuna Boðnarmjöður á Facebook að þær vantaði vísu sem sett yrði á skjöld á bekkina, viðbrögðin létu ekki á sér standa og hljómar vísan svona.

Public deli
Public deli

Ef á göngu þreyttur þú,

þarfnast hvíldarstunda.

Blessaður, á bekknum nú,

bíður vinarfunda.

(KHT)

Í dag eru bekkirnir allir komnir á sína staði og íbúar Reykjanesbæjar farnir að njóta.

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur vill þakka öllum þeim sem komu að þessu framtaki og send þeim sínar bestu þakkir.