Mannlíf

Lifi lífið í Keflavíkurkirkju á sunnudaginn
Fimmtudagur 10. nóvember 2022 kl. 14:20

Lifi lífið í Keflavíkurkirkju á sunnudaginn

Keflavíkurkirkja og Jóhann Helgason hafa tekið höndum saman í framhaldi af útgáfu hljómdisksins „Lifi lífið“ sem kom út á þessu ári. Kór Keflavíkurkirkju mun flytja lög af hljómdisknum ásamt Jóhanni Helgasyni, Páli Rósinkranz og Sigríði Guðnadóttur.

Verkefnið hefur verið í vinnslu í þrjá mánuði og allar útsetningar fyrir kórinn eru eftir Arnór Vilbergsson, organista. Jóhann Helgason mun leika á gítar, Birna Rúnarsdóttir á þverflautu og Arnór á Orgel og píanó. Fritz Már Jörgensson leiðir stundina. Stundin er nk. sunnudag 13. nóvember kl.20:00 í Keflavíkurkirkju. Aðgangur er ókeypis.

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun