Leiksvæðið við Drekadal opnað
Leiksvæði við leikskólann Drekadal í Innri Njarðvík var vígt í síðustu viku og klipptu leikskólabörn á borða sem þau höfðu gert í tilefni opnunarinnar.
Róbert J. Guðmundsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs sagði frá verkefninu við opnunina en leiksvæðið er opið alla daga eftir kl. 16.30 en mun síðan verða opið fyrir leikskólann þegar hann opnar síðar í sumar.
Á leiksvæðinu er stór dreki sem vísar í Drekadal, einnig er kastalinn skip sem vísar í nálægð við sjóinn. Afgirt svæði er fyrir yngstu börn leikskólans, með leiktæki við hæfi. Aftan við leikskólann er hreyfisvæði, með þrautabraut, hreyfivelli og tjöldum.