Nýsprautun flutt
Nýsprautun flutt

Mannlíf

Langar að verða skurðlæknir
Ágústa Aris Aradóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 5. desember 2022 kl. 09:53

Langar að verða skurðlæknir

FS-ingur vikunnar

Nafn: Ágústa Aris Aradóttir
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Raunvísindabraut
Áhugamál: Ferðast og skoða mismunandi menningarheima

„Mér finnst að skólinn og skólastjórnendur ættu að hjálpa nefndum skólans meira, eins og t.d. að hjálpa þeim að finna almennilega aðstöðu til að funda eftir skóla til að styðja við félagslíf nemenda,“ segir Aris, eins og hún er oftast kölluð, en hún er í auglýsinganefnd skólans.  

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Ég sakna þess að vera með bekkjarkerfi, allir verða mun nánari þá. 

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

Ég fór í rauninni í FS því ég nennti ekki að keyra í bæinn á hverjum degi og þekkti fólkið í skólanum.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Helsti kosturinn er að maður fær að kynnast fleirum sem búa í bæjarfélaginu sínu.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Félagslífið sjálft er mjög gott en mér finnst að skólinn og skólastjórnendur ættu að hjálpa nefndum skólans meira, eins og t.d. að hjálpa þeim að finna almennilega aðstöðu til að funda eftir skóla til að styðja við félagslíf nemenda.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Betsý Ásta, ég sé fyrir mér að hún komist langt í pólitík.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Klárlega Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir

Hvað hræðist þú mest?

Sjórinn er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér, maður veit aldrei hvað gæti verið undir manni.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?

Heitt: Brasilíska landsliðið. Kalt: Brynjar Berg á Twitter.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Er ekki beint með eitt uppáhaldslag en einmitt núna er ég mikið að hlusta á I Came Thru með YoungBoy.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég myndi segja að ég væri samviskusöm og metnaðarfull.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

TikTok og Snapchat.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Ég stefni á læknisfræðina og mig langar að verða skurðlæknir.

Hver er þinn stærsti draumur?

Mig langar rosalega að flytja til Noregs og starfa sem læknir þar.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

Traust, út af því að ég er traust vinkona.