Samfylkingin
Samfylkingin

Mannlíf

Kardemommubærinn í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar
Föstudagur 12. febrúar 2021 kl. 08:58

Kardemommubærinn í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar

Í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar stendur nú yfir sýning á myndum úr Kardemommubænum eftir Thorbjørn Egner. Kardemommubærinn er fyrir margt löngu orðin klassík sem hefur fylgt íslenskum fjölskyldum í texta, myndum og tónlist um árabil. Ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan þekkja flest börn ásamt Soffíu frænku, Bastían bæjarfógeta og börnunum Kamillu og Tomma.

Sýningin mun standa til 1. apríl næstkomandi.

Í tilefni 65 ára afmælis bókarinnar í fyrra var þessi sama sýning sett upp í Norræna húsinu í samstarfi við norska sendiráðið.

Nú fá gestir Bókasafns Reykjanesbæjar tækifæri til að skoða sýninguna og taka þátt í getraun. Til þess að taka þátt þarf að skoða sýninguna, svara spurningum á getraunaseðli og fylla út nafn og símanúmer. Dregið verður úr réttum svörum og hljóta vinningshafar bókargjöf.

Vegna sóttvarna eru gestir beðnir að gæta þess að einungis fjórir fullorðnir séu inni á sýningunni samtímis, með tveggja metra millibili og muna grímur og spritt. Athugið að þessar reglur gilda ekki fyrir börn fædd 2005 og síðar. Hver veit nema Soffía frænka fylgist með þeim sem ekki kunna að fara eftir reglum?