Mannlíf

Jólastemmningin … kemur þegar jólatréð er skreytt
Þriðjudagur 24. desember 2019 kl. 07:23

Jólastemmningin … kemur þegar jólatréð er skreytt

Guðrún Kjartansdóttir býr í Sandgerði en hún er myndlistarmaður og handverkskona hjá GK Art. Hér svarar hún jólaspurningum VF:

Aðventan er í mínum huga … dásamleg, tími jólatónleika, kertaljósanna, baksturs og skreytinga. Yndisleg stemming í skammdeginu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ég skreyti … ekki of mikið.

Jólahlaðborðið … er alltaf spennandi í góðra vina hópi og ég fer alltaf á nokkur.

Grænar baunir eru … ekki í neinu uppáhaldi hjá mér, en Orabaunir eru samt alltaf settar í skál af gömlum vana.

Laufabrauð … er ómissandi með hangikjötinu og á milli mála.

Jólaskraut fer á húsið mitt … í byrjun nóvember.

Jólatréð skreytum við … í vikunni fyrir jól.

Jólastemmningin … kemur þegar jólatréð er skreytt.

Hangikjöt er … gott kalt og enn betra heitt á beini.

Malt og Appelsín eru … alltaf á mínum borðum um jól og er frábært par.

Jólasveinarnir eru … skemmtilegir, háværir og gjafmildir, en misfallegir.

Ég kaupi alltaf jólagjöfina handa maka mínum … rétt fyrir jól. Hún er oftast seinasta gjöfin sem ég kaupi.

Á Þorláksmessu fer ég ... á bæjarrölt og borða skötu.

Aðfangadagur er … tími með þeim sem mér þykir vænst um, kveiki ljós hjá látnum ástvinum og borða góðan mat með fjölskyldunni.

Um áramótin ætla ég … að gleðjast og fagna nýju ári með mínum nánustu.