Opus Futura
Opus Futura

Mannlíf

Húsfyllir þegar keflvískar æskusögur voru sagðar á Garðskaga
Gestir hlustuðu á æskusögur þremnningana úr Keflavík.
Laugardagur 5. október 2024 kl. 06:03

Húsfyllir þegar keflvískar æskusögur voru sagðar á Garðskaga

Húsfyllir var á Sagnastund á Garðskaga síðasta laugardag þar sem þrír Keflvíkingar mættu og sögðu sögur frá bernskuárum sínum í Keflavík upp úr miðri síðustu öld.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Það voru þau Eiríkur Hermannsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Jónas Ragnarsson sem sögðu sögur frá uppvaxtarárum sínum í Keflavík. Í spilaranum hér að ofan má sjá upptöku frá viðburðinum síðasta laugardag og heyra áhugaverðar sögur þeirra af uppvaxtarárunum.

Sagnastund á Garðskaga er viðburður sem haldinn er einu sinni í mánuði í veitingahúsinu Röstinni á efri hæð Byggðasafnsins á Garðskaga. Það eru æskufélagarnir Bárður Bragason og Hörður Gíslason sem standa að viðburðinum í samstarfi við veitingastaðinn. Aðgangur er ókeypis og gestir eiga góða stund saman eitt laugardagssíðdegi á Garðskaga.

Framundan er áhugaverður vetur en dagskrá vetrarins er að mótast hjá þeim Bárði og Herði.


Öll erindin voru tekin upp og má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.