Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Grindavíkurdætur fylltu Grindavíkurkirkju
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 18. mars 2023 kl. 06:12

Grindavíkurdætur fylltu Grindavíkurkirkju

Það var þétt setinn bekkurinn í Grindavíkurkirkju á sunnudagskvöld en þá hélt kvennakórinn Grindavíkurdætur tónleika með lögum eftir laga- og textahöfundinn Kristínu Matthíasdóttur. Áður hefur verið minnst á Kristínu en hún er ein þeirra sem líklega bindur ekki baggana sína sömu hnútum og samferðarfólkið, hún hafði aldrei verið við tónlist tengd á nokkurn hátt þar til eitthvað gerðist fyrir u.þ.b. tveimur árum og allt í einu semur hún lög og texta eins og enginn sé morgundagurinn.

Tónleikarnir voru frábærlega heppnaðir og lögin hvert öðru betra. Í tveimur laganna stigu meðlimir kórsins fram sem einsöngvarar, annars vegar Helga Fríður Garðarsdóttir og Heiða Dís Bjarnadóttir og hins vegar Hrefna Bettý Valsdóttir. Meðleikararnir, Ingunn Hildur Hauksdóttir á píanó og Þröstur Þorbjörnsson á bassa og slagverk, léku listavel og kórinn söng óaðfinnanlega undir öruggri stjórn kórstjórans, Bertu Drafnar Ómarsdóttur.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Mjög góður rómur var gerður að frammistöðunni í lok tónleikanna þar sem gestir stóðu upp og klöppuðu vel og lengi. Gaman og spennandi verður að sjá hvað þessi frábæri kór gerir næst.

Takk fyrir mig!
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.

Dubliner
Dubliner