Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Skíthrædd við ketti
Sunnudagur 26. mars 2023 kl. 06:04

FS-ingur vikunnar: Skíthrædd við ketti

FS-ingur:
Nafn: Betsý Ásta Stefánsdóttir
Aldur: 17
Námsbraut: Félagsvísindabraut
Áhugamál: Félagsmál og Morfís

Betsý Ásta er sautján ára gömul og er á félagsvísindabraut í FS. Helstu áhugamál Betsýjar eru félagsmál og Morfís og er stefnan hennar fyrir framtíðina bæði að komast inn í bæjarpólitíkina og svo stefnir hún á einhverskonar nám í félagsfræði.

Hvað ert þú gömul?
Ég er sautján ára en verð átján núna í september.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Þrír hlutir; Skólamatur, nemendaráðið og auðvitað Þórunn.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Ég ákvað að fara í FS til þess að vera nálægt heimilinu og til að ná að gera allt það sem ég er að gera hérna í Reykjanesbæ.

Hver er helsti kosturinn við FS?
Helsti kosturinn við FS er klárlega félagslífið og væntanlega uppáhaldskennararnir mínir, Atli og Bogi.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Mér finnst félagslífið í FS geggjað núna #áframlogi og ég held það verði líka geggjað á næsta ári ;)

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Frosti Sig, basketball-stjarnan sjálf.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Hef sagt það einu sinni og segi það aftur, Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir.

Hvað hræðist þú mest?
Ketti, er skíthrædd við ketti.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
Heitt þessa stundina er Morfís og kalt þessa stundina er Adidas.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Uppháldslagið mitt akkúrat núna er Please Me með Bruno Mars og Cardi B.

Hver er þinn helsti kostur?
Minn helsti kostur er leiðtogahæfnin mín myndi ég segja.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnan mín fyrir framtíðina er líklegast að komast inn í bæjarpólitíkina og svo stefni ég einnig á einhverskonar nám í félagsfræði.

Hver er þinn stærsti draumur?
Minn stærsti draumur er að verða forseti Íslands.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Flestir myndu segja lágvaxin en ég myndi sjálf segja dugleg.