Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Er ekki bara best að vera heima?
Guðmundur nýtti sumarið í að spila golf
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 3. september 2022 kl. 13:00

Er ekki bara best að vera heima?

Guðmundur Sigurðsson gerði margt skemmtilegt í sumar, hann spilaði meðal annars golf og fór til útlanda. Hann ætlar að fara á Heimatónleikana og ballið á Ljósanótt í ár en besta minning hans frá hátíðinni er þegar félagi hans ældi í tívolí tæki. 
Hvernig varðir þú fyrsta sumarfríinu án takmarkana?

„Heyrðu maður gerði nú allskonar skemmtilegt.“ 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Hvað stóð upp úr?

„Vinnan (er að vinna sem smiður), djamm, golf og útlönd, allt mega næs.“

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Það sem kom skemmtilega á óvart er það að maður þarf ekki að vera mikið í því að saga spýtur í smíða vinnu, eða mjög lítið að minnsta kosti.“

 

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands?

„Nei ekkert sérstaklega, er ekki bara best að vera heima?“

Guðmundur og amma hans

Hvað ætlar þú að gera í vetur?

„Ég verð vinnandi maður í vetur svo tekur skóli við.“

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

„Ljósanótt er geggjuð.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

„Maður fer á Heimatónleikana og svo ballið það er svona eina sem maður hefur planað.“

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

„Mögulega þegar ég var yngri og Egill Darri, vinur minn, ældi í einu tækinu það var alvöru comedy.“