Mannlíf

Blásið til þorrablóts í Garði
Mánudagur 14. nóvember 2022 kl. 11:11

Blásið til þorrablóts í Garði

Blásið hefur verið til þorrablóts Suðurnesjamanna í Garði 21. janúar 2023. Þetta er fyrsta þorrablótið í Garðinum síðan 2020 en veislan féll niður á síðasta ári vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Eva Ruza verður veislustýra en fram koma Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Herra Hnetusmjör og fleiri.

Optical studio
Optical studio

Múlakaffi sér um matinn í ár en í boði verður þorramatur, steik og vegan.

Forsala á Þorrablót Suðurnesjamanna verður 5. desember en það er knattspyrnufélagið Víðir sem stendur að þorrablótinu að þessu sinni.