Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Blásið til þorrablóts í Garði
Mánudagur 14. nóvember 2022 kl. 11:11

Blásið til þorrablóts í Garði

Blásið hefur verið til þorrablóts Suðurnesjamanna í Garði 21. janúar 2023. Þetta er fyrsta þorrablótið í Garðinum síðan 2020 en veislan féll niður á síðasta ári vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Eva Ruza verður veislustýra en fram koma Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Herra Hnetusmjör og fleiri.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Múlakaffi sér um matinn í ár en í boði verður þorramatur, steik og vegan.

Forsala á Þorrablót Suðurnesjamanna verður 5. desember en það er knattspyrnufélagið Víðir sem stendur að þorrablótinu að þessu sinni.