Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Suðurnesjasigrar í Subway-deild kvenna
Daniela Wallen leiddi Keflavík til sigurs í kvöld og lét mest að sér kveða í liði heimakvenna. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 25. janúar 2023 kl. 23:07

Suðurnesjasigrar í Subway-deild kvenna

Öll Suðurnesjaliðin fóru með sigur af hólmi í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar unnu Breiðablik 82:59, þeirra fjórði sigur í röð, Njarðvíkingar lögðu Fjölni 56:106 og bundu þannig enda á fjögurra leikja taphrinu sína og þá náðu Keflvíkingar fram hefndum á Haukum eftir að hafa tapað fyrir þeim í bikarúrslitum fyrir skemmstu, lokatölulr þar 83:62 fyrir Keflavík.

Keflavík er sem fyrr efst með sextán sigra og eitt tap, þá koma Valur (14/3), Haukar (13/4). Í fjórða sæti er Njarðvík með níu sigra og átta töp en Grindvíkingar hafa ekki gefið upp vonir um sæti í úrslitakeppninni og eru aðeins einum sigri á eftir Njarðvík (8/9).

Keflavík - Haukar 83:62

(24:24, 18:13, 21:11, 20:14)
Ólöf Rún Óladóttir var öflug í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 23/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/6 fráköst, Karina Denislavova Konstantinova 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 13/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 11/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 7, Agnes María Svansdóttir 1, Anna Lára Vignisdóttir 1/4 fráköst, Gígja Guðjónsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0.

Public deli
Public deli

Grindavík - Breiðablik 82:59

(23:11, 28:16, 20:17, 11:15)
Grindvíkingar hafa unnið í fjórum síðustu umferðum og eru á hælum Njarðvíkinga.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 20/7 fráköst/9 stoðsendingar/9 stolnir, Elma Dautovic 18/6 fráköst, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 14/12 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 7/5 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 6/6 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6, Arna Sif Elíasdóttir 5/5 fráköst, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 3, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 3, Edda Geirdal 0, Tinna Björg Gunnarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.


Fjölnir - Njarðvík 56:106

(15:28, 17:24, 15:29, 9:25)
Bríet Sif Hinriksdóttir lét að sér kveða í kvöld og gerði tuttugu stig.

Njarðvík: Bríet Sif Hinriksdóttir 20, Raquel De Lima Viegas Laneiro 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Aliyah A'taeya Collier 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 17/12 fráköst/4 varin skot, Erna Hákonardóttir 9, Kamilla Sól Viktorsdóttir 9, Emma Adriana Karamovic 7/5 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 4/4 fráköst, Andrea Dögg Einarsdóttir 3, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0/7 stoðsendingar, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0.

Keflavík - Haukar (83:62) | Subway-deild kvenna 25. janúar 2023