Karlakórinn
Karlakórinn

Íþróttir

Sara Rún, Anna Ingunn og Ísabella Ósk valdar í landsliðið
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 30. janúar 2023 kl. 20:47

Sara Rún, Anna Ingunn og Ísabella Ósk valdar í landsliðið

Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, hefur valið liðið sitt fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EuroBasket Women´s 2023 sem fara fram núna í febrúar og eru þrír leikmenn af Suðurnesjum í hópnum að þessu sinni. 

Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðinum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðissigur eftir tvo leiki.

Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik.

Íslenska liðið er þannig skipað: 

Nafn · Lið (fjöldi landsleikja)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27)

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing
Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir
Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.