Íþróttir

Njarðvíkingar með góðan sigur í Lengjubikarnum
Magnús Magnússon skoraði tvö fyrir Njarðvík. VF-myndir/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 18. febrúar 2023 kl. 10:28

Njarðvíkingar með góðan sigur í Lengjubikarnum

Njarðvík lék gegn Gróttu í Lengjubikar karla í knattspyrnu á gervigrasinu við Nettóhöllina í gær. Það voru heimamenn sem létu að sér kveða og skoruðu fjögur mörk gegn engu. Keflvíkingar unnu góðan sigur á Þrótti í Reykjavík en Víðismenn töpuðu stórt fyrir Haukum.
Oumar Diouck opnaði markareikning Njarðvíkinga með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Njarðvík - Grótta 4:0

Mörk: Oumar Diouck (19' víti og 34') og Magnús Magnússon (58' og 89').

Skotinn Kenneth Hogg lék sinn 150. leik fyrir knattspyrnudeild Njarðvíkur í gær.

Þróttur R. - Keflavík 1:2

Mörk Keflavíkur: Nacho Heras (23' víti) og Jóhann Þór Arnarson (28').

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Jóhann Þór Arnarson skoraði seinna mark Keflavíkur, það reyndist sigurmarkið.

Haukar - Víðir 4:1

Mark Víðis: Bessi Jóhannsson (67')