Íþróttir

Njarðvíkingar með góðan sigur á Akranesi
Markaskorarinn Kenneth Hogg skoraði tvö gegn Kára. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 3. október 2020 kl. 19:44

Njarðvíkingar með góðan sigur á Akranesi

Njarðvík lék gegn Kára í 2. deild karla í dag. Leiknum lauk með sigri Njarðvíkinga 3:2 og þeir sitja áfram í fjórða sæti deildarinnar.

Njarðvíkingar komust yfir í leiknum eftir slæm mistök í öftustu línu Kára, varnarmaður hugðist skalla til markmanns en boltinn fór yfir hann og þar var Kenneth Hogg mættur til að refsa fyrir (5').

Káramenn jöfnuðu á 32. mínútu en skömmu fyrir leikhlé kom Ivan Prskalo Njarðvíkingum yfir á nýjan leik (42') og þeir leiddu 2:1 í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks jók Kenneth Hogg forystu Njarðvíkinga í 3:1 (48') en Kári minnkaði muninn á 62. mínútu. Lengra komust þeir ekki og úrslinin 3:2 fyrir Njarðvík.