Langbest
Langbest

Íþróttir

Njarðvíkingar í efsta sæti - toppslagur í Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 10. mars 2023 kl. 10:53

Njarðvíkingar í efsta sæti - toppslagur í Keflavík

Njarðvíkingar skelltu sér á topp Subway-deildar karla í körfubolta með sigri á Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Njarðvík er efst með 30 stig, tveimur meira en Valur sem í kvöld leikur gegn Keflavík en bítlabæjarliðið er í 3. sæti með 24 stig.

Njarðvíkingar lentu í hörku viðureign gegn Þór Þorlákshöfn sem hefur verið á miklu skriði að undanförnu. Eftir sveiflukenndan leik þar sem heimamenn voru þó yfirleitt með forystu enduðu leikar jafnir eftir venjulegan leiktíma. Framlengt var og aftur var jafnt en í annarri framlengingu voru Njarðvíkingar sterkari og unnu með fimm stigum, 117-113.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Dedrick Basile hjá Njarðvík og Vincent Shadid fóru mikinn í báðum liðum en þessir kappar eru magnaðir körfuboltamenn. 

Í kvöld, föstudag, mætast svo Valsmenn og Keflavík í toppbaráttuleik í Blue höllinni í Keflavík. 

Njarðvík-Þór Þ. 117-113 (25-23, 31-27, 26-27, 12-17, 13-13, 10-6)

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 31/7 fráköst/8 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 23/5 stoðsendingar, Lisandro Rasio 23/13 fráköst, Nicolas Richotti 15, Oddur Rúnar Kristjánsson 9, Jose Ignacio Martin Monzon 7/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Logi Gunnarsson 2, Mario Matasovic 2, Jan Baginski 0, Maciek Stanislav Baginski 0, Elías Bjarki Pálsson 0.

Þór Þ.: Vincent Malik Shahid 37/10 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 17/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 15/4 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 14/5 fráköst, Fotios Lampropoulos 11/7 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 8, Jordan Semple 8/21 fráköst/4 varin skot, Davíð Arnar Ágústsson 3, Einar Dan Róbertsson 0, Tristan Rafn Ottósson 0, Arnór Bjarki Eyþórsson 0, Magnús Breki Þórðason 0.

Skúli B. Sigurðsson hjá karfan.is ræddi við Hauk Helga Pálsson, leikmann Njarðvíkur eftir leikinn.