Bygg
Bygg

Íþróttir

Martröð hjá Erni Ævari í meistaramótinu
Örn Ævar tekur hér í hönd Guðmundar Rúnars Hallgrímssonar í meistaramóti fyrir nokkrum árum en sá síðarnefndi er með forystu í meistaramóti GS og á fimm titla í safninu, Örn Ævar hins vegar tólf.
Föstudagur 11. júlí 2014 kl. 12:27

Martröð hjá Erni Ævari í meistaramótinu

Lék sinn versta golfhring frá því hann komst í meistaraflokk. Þessi tólffaldi klúbbmeistari GS sá ekki til sólar í rigningunni.

Það má segja að Örn Ævar Hjartarson hafi ekki séð til sólar í rigningunni á Hólmsvelli í Leiru í gær. Örn, sem tólf sinnum hefur orðið klúbbmeistari og einu sinni Íslandsmeistari í golfi, lék á 93 (+21) höggum í gær og er í síðasta sæti í meistaraflokki í Meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja eftir 36 holur. Eitthvað sem Örninn hefur ekki upplifað í sinni tíð í meistaraflokki.

Þetta er versti hringur sem hann hefur spilað frá því að hann var peyi. Örn Ævar lenti í miklum hremmingum á hringnum og fékk 10 högg á fyrstu holuna sem er par 5. Örn var með ellefu skolla, tvo skramba og fjögur pör. Aðstæður voru mjög erfiðar og hafði sín áhrif,  rok og mikil rigning.

Bílakjarninn
Bílakjarninn