Íþróttir

Fjögur gull í Svíþjóð
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 11:55

Fjögur gull í Svíþjóð

– Langbesti árangur Njarðvíkinga á erlendri grund

Um helgina fór fram Södra Judo Open í Haninge í Stokkhólmi. Alls tóku 49 lið frá fjórum löndum þátt í og voru keppendur tæplega 400. Mótið er liður í sænskri mótaröð sem er ætluð börnum, unglingum og fullorðnum.

Njarðvíkingar sendu sex júdókappa en Njarðvíkingurinn Heiðrún Fjóla Pálsdóttir fór á vegum landsliðs Júdósambands Íslands. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og höluðu inn góðmálmum. Ingólfur Rögnvaldsson varð annar í -66 kg flokki 15–17 og 18–20 ára, Mariam Elsayd sigraði sinn flokk, Daníel Dagur Árnason sigraði í -55kg flokki 18–20 ára og varð þriðji í sama þyngdarflokki 15–17 ára, Jóhannes Pálsson sigraði í +66kg flokki 14–15 ára en varð svo annar í -90 kg flokki 15–17 ára. Systir hans, Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, varð önnur í +78 kg flokki 18–20 ára og gerði sér lítið fyrir og sigraði +78 kg flokk kvenna.

Njarðvík endaði í fimmta sæti í keppni liða og er þetta langbesti árangur júdódeildarinnar á erlendri grundu til þessa.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024