Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Birna með 30 stig í stórsigri Keflavíkurstúlkna
Birna Valgerður átti frábæran leik og gerði 30 stig.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 10. mars 2023 kl. 10:49

Birna með 30 stig í stórsigri Keflavíkurstúlkna

Keflavíkurstúlkur unnu flottan tuttugu og eins stig sigur á Haukum á útivelli í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfu í fyrrakvöld.

Jafnt var í byrjun en Keflavík náði átta stiga forskoti fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik fóru Keflavíkurstúlkur mikinn og völtuðu hreinlega yfir Hauka stúlkur. Lokatölur 64-85 fyrir Keflavík. Birna Valgerður Benónýsdóttir átti stórleik hjá Keflavík og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Að lokum urðu stigin 30 hjá henni og Birna var stigahæst í liðinu. Það er ekki oft sem það gerist að Daniella sé ekki stigahæst en hún skoraði 24 stig og var atkvæðamikil að venju með að auki 14 fráköst og sex stoðsendingar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflavík á góða möguleika á að tryggja sér efsta sætið og deildarmeistaratitilinn. Liðið er með 42 stig, fjórum meira en Haukar og Valur. Njarðvík er í 4. sæti og því er líklegt að það verði Reykjanesbæjar-slagur í undanúrslitum, þegar þau hefjast eftir nokkrar vikur.

Statisik úr leiknum.