Max 1
Max 1

Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Margrét Knútsdóttir
Laugardagur 11. maí 2019 kl. 16:17

Hlaðvarp // Margrét Knútsdóttir

ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Margrét Knútsdóttir, ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, er gestur okkar í Suður með að þessu sinni.

„Ég segi stundum við verðandi mæður að hætta að googla og leggja frá sér tölvuna. Það getur stundum ruglað þær og valdið þeim kvíða þegar þær eru að leita sér upplýsinga á vefnum. Það eru breyttir tímar en áður fékkstu kannski þessar sömu upplýsingar beint frá mömmu þinni eða tengdamömmu“.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Margrét leggur einnig áherslu á að nýbakaðar mæður slaki aðeins á þegar kemur að samfélagsmiðlum og þær séu ekki sífellt að rjúfa augnsambandið milli móður og barns með því að stinga snjallsímanum þar á milli til að taka myndir.

Fæðingum á fæðingardeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ hefur fækkað mikið frá því sem var áður. Fæðingar voru áður um 300 á ári en eru í dag um 100. Það skýrist af því að þær konur sem fæða hér suðurfrá eru ekki í áhættuhópi og vilja fæða á náttúrulegan hátt. Verðandi mæður sem eru í áhættuhópi þurfa hins vegar að fæða á Landspítalanum.

„Já, við græjum þetta bara sjálfar þegar um eðlilegar fæðingar er að ræða en ef eitthvað kemur upp á þá erum við í góðu sambandi við Landsspítalann,“ segir Margrét m.a. í áhugaverðu viðtali við Suður með sjó.