Public deli
Public deli

Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Guðmundur Karl Brynjarsson
Fimmtudagur 11. apríl 2024 kl. 15:06

Hlaðvarp // Guðmundur Karl Brynjarsson

Guðmundur Karl Brynjarsson sækist eftir kjöri til embættis biskups Íslands en biskupskjör hefst 11. apríl og því lýkur 16. apríl.

Guðmundur Karl Brynjarsson sækist eftir kjöri til embættis biskups Íslands en biskupskjör hefst 11. apríl og því lýkur 16. apríl.

Gummi Kalli er Keflvíkingur og ólst upp í Holtunum í Keflavík. Hann hlustaði á pönktónlist, féll ítrekað á mætingu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og segir í samtali við Víkurfréttir að um tíma hafi hann verið afhuga kristinni trú.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á tvítugsafmælinu kom blað frá KFUM&K í Keflavík inn um lúguna á heimili hans. Gummi Kalli tók blaðið og grínaðist með innihald þess. Eitthvað hefur þó verið grunnt á gríninu því tæpu ári síðar var hann kominn á kaf í starf KFUM&K og orðinn leiðtogi í starfinu í Keflavík. Eftir námið í FS fór Gummi Kalli í biblíuskóla í Noregi í eitt ár. Þaðan var stefnan tekin á guðfræðinám í Háskóla Íslands. Eftir að hafa þjónað sem skólaprestur leysti hann af í Vestmannaeyjum, fékk sitt fyrsta brauð á Skagaströnd og hefur nú í rúma tvo áratugi verið sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi. Víkurfréttir hittu Gumma Kalla í Keflavík.