Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Vilja vetrarfrí til samræmis við hin skólastigin
Holtaskóli í Reykjanesbæ.
Sunnudagur 26. mars 2023 kl. 06:08

Vilja vetrarfrí til samræmis við hin skólastigin

Ósk frá leikskólum Reykjanesbæjar um að fá að taka vetrarfrí til samræmis við hin skólastigin var kynnt á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Vísað er til metnaðarfullrar stefnu sveitarfélagsins og áherslunnar þar á fjölskylduvænt samfélag, eins og segir orðrétt í fundargerðinni. Með vetrarleyfi sem næði yfir öll þrjú skólastigin í bænum væri stuðlað að samveru barna og foreldra. Með aukinni samræmingu væri einnig stuðlað að jafnari starfsaðstæðum milli skólastiga.

Við kynningu og umræður á fundi nefndarinnar komu fram hugmyndir um að heimila vetrarfrí sem styttingu vinnuvikunnar hjá leikskólakennurum í Reykjanesbæ. Engin formleg umræða hefur farið fram innan fræðsluráðs um fyrirkomulag um vetrarfrí. Auk þess hefur bæjarráð nýlega endurvakið starfsnefnd innan Reykjanesbæjar sem er nú að endurskoða fyrirkomulag á styttingu vinnuvikunnar í takt við kjarasamninga. Fræðsluráði þykir því eðlilegt að fresta málinu til að hægt sé að taka það til nánari umræðu og einnig að senda málið til skoðunar til umræddrar nefndar sem hefur þegar hafið störf.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024