Fréttir

Tveir teknir með fíkniefni innvortis frá Alicante
Föstudagur 13. desember 2019 kl. 09:53

Tveir teknir með fíkniefni innvortis frá Alicante

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo íslenska karlmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Tollgæslan stöðvaði för þeirra vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni innvortist og reyndist sá grunur á rökum reistur. Annar var með nokkrar pakkningar af hassi og hinn með töflur innvortis sem voru vafðar inn í sellofan.

Menirnir voru að koma frá Alicante á Spáni. Annar þeirra var eftirlýstur af lögreglu vegna annarra mála.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs