Fréttir

Þjónustuðu kafbát við Garðskaga
Kafbáturinn og varðskipið Þór við Garðskaga í dag. Myndir: Landhelgisgæslan
Miðvikudagur 26. apríl 2023 kl. 23:01

Þjónustuðu kafbát við Garðskaga

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS San Juan kom í dag í stutta þjónustuheimsókn á hafssvæðið norðvestur af Garðskaga til að taka kost. Landhelgisgæsla Íslands leiddi framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið.

Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá því að hann kom upp á yfirborðið við mörk landhelginnar og fylgdi honum á meðan á heimsókninni stóð. Móttaka kafbátsins var vel undirbúin og framkvæmd í samræmi við verklagsreglur sem unnar voru í náinni samvinnu fyrrgreindra stofnanna og utanríkisráðuneytisins. Vel gekk að flytja kostinn um borð í kafbátinn.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024