Fréttir

Tekinn með fjögur kíló af hassi
Miðvikudagur 4. desember 2019 kl. 09:20

Tekinn með fjögur kíló af hassi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók íslenskan karlmann á þrítugsaldri síðastliðinn föstudag í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að tollgæslan hafði fundið fíkniefni í fórum hans. Um var að ræða tæplega fjögur kíló af hassi sem maðurinn hafði komið fyrir undir fölskum botni í ferðatösku sinni.

Maðuinn var að koma frá Spáni þegar hann var handtekinn. Hann játaði sök og kvaðst hafa átt að fá eina milljón króna fyrir að koma efninu inn í landið.

Public deli
Public deli

Málið er í rannsókn.