Fréttir

Svona gæti nýtt hjúkrunarheimili litið út
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 7. janúar 2020 kl. 14:42

Svona gæti nýtt hjúkrunarheimili litið út

Reykjanesbær hefur óskað eftir tillögum að stækkun hjúkrunarheimilisins Nesvöllum. Tvær tillögur hafa verið kynntar í bæjarráði Reykjanesbæjar en þær ganga út á að auka gæði þjónustu Nesvalla ásamt því að mæta auknu álagi sem fylgir stækkun hjúkrunarheimilisins. Hönnun nýja hjúkrunarheimilisins tekur mið af hugmyndafræði Hrafnistu og eru úrlausnir tillaganna eftir fremsta megni í samræmi við hana, segir í gögnum bæjarráðs.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, og Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að halda áfram vinnu við uppbyggingu hjúkrunarheimilisins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þörf er á 60 nýjum hjúkrunarrýmum og þjónustu þeim fylgjandi. Reiknað er með 65 m2 á hvern vistmann en inn í þeirri tölu er einkarými að lágmarki 28 m2, sameiginlegt rými íbúa í hverri einingu, stoðrými og aðstaða starfsfólks.

TILLAGA 6 (mynd efst)

Nýbyggingin inniheldur 60 herbergi á þremur hæðum. Á hverri hæð eru tvær tíu herbergja deildir, þær deila með sér samveru- og þjónustukjarna sem eykur hagkvæmni í rekstri. Gengið er inn á hæðina á milli deildanna tveggja. Gert er ráð fyrir að nýbygging tengist núverandi hjúkrunarheimili á tvo vegu sem stuðlar að betra flæði innanhúss og styttri gönguleiðum starfsfólks og vistmanna.

TILLAGA 7

Nýbyggingin inniheldur 60 herbergi á þremur hæðum. Á hverri hæð eru tvær tíu herbergja deildir, þær deila með sér samveru- og þjónustukjarna sem eykur hagkvæmni í rekstri. Gengið er inn á hæðina á milli deildanna tveggja. Gert er ráð fyrir að nýbygging tengist núverandi hjúkrunarheimili á einum stað.

Yfirlitsmyndir má sjá hér að neðan.