Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Stútfullur jólamarkaður í Kompunni
Frá jólamarkaðnum í dag. VF/hilmarbragi
Fimmtudagur 13. nóvember 2025 kl. 13:56

Stútfullur jólamarkaður í Kompunni

Jólamarkaður Kompunnar hjá Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum hófst í dag. Markaðurinn er stútfullur af jólavörum sem bíða þess að öðlast nýtt líf á nýjum heimilum.

Það var löng röð utan við verslunina þegar hún opnaði kl. 13:00 í dag. Röðin var byrjuð að myndast fyrir hádegi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Á markaðnum eru margir nytsamlegir munir og fullt af alls konar ómissandi til að eignast á viðráðanlegu verði. Til að mynda eru um 50 jólatré, hundruð metra af jólaseríum, dúkar og skraut af ýmsum gerðum. Þá má nálgast fígúrur eins og hnotubrjóta og álfa.

Það er langur opnunartími í dag og jólamarkaðurinn lokar síðdegis. Þessi dagur hefur í gegnum árin verið stærsti dagur Kompunnar á árinu og miðað við aðsóknina við opnun í dag má búast við því að hann gefi vel af sér í það góða starf sem Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er að vinna.


Dubliner
Dubliner