Fréttir

Skjálftavirkni að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút
Miðvikudagur 12. maí 2021 kl. 19:35

Skjálftavirkni að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið fremur lítil að undanförnu. Skjálftavirkni yfir kvikuganginum hefur að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Nokkur skjálftavirkni hefur verið vestur af Kleifarvatni og við Sundhnúka og Þorbjörn, hún er talin stafa af spennuhreyfingum í jarðskorpunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024