Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn fengi þrjá menn í Suðurkjördæmi
Kosið í Vogum árið 2018
Föstudagur 29. nóvember 2024 kl. 18:09

Sjálfstæðisflokkurinn fengi þrjá menn í Suðurkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Suðurkjördæmi og fengi 23,3% atkvæða og þrjá menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Gallup á fylgi flokkanna í Suðurkjördæmi dagana 23. til 29. nóvember. Könnunin er gerð fyrir RÚV sem deilir könnuninni með Víkurfréttum og öðrum héraðsmiðlum.

Flokkur fólksins er næst stærstur með 21,1% atkvæða og fær tvo menn, samkvæmt könnuninni.

Viðreisn kemur næst með 14,8% og einn mann kjörinn.

Miðflokkurinn fær 13,2% og einn mann kjörinn.

Samfylkingin fær 12,8% og einn mann kjörinn.

Framsóknarflokkurinn fær 10,0% og einn mann kjörinn.

Sósíalistaflokkur Íslands fær 1,9% í könnuninni. Vinstrihreyfingin grænt framboð fær 1,3% í kjördæminu og Lýðræðisflokkurinn 0,9%. Ábyrg framtíð mælist ekki.

Fjöldi svara í Suðurkjördæmi eru 315.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024