Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Samstaða í þessu tímabundna ástandi mikilvæg - segir bæjarstjóri
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 14:52

Samstaða í þessu tímabundna ástandi mikilvæg - segir bæjarstjóri

„Það sem einkennir baráttu okkar Suðurnesjamanna við Covid 19 veiruna er samstaðan. Allir sem einn eru staðráðnir í að gera allt sem þeir geta til útrýma þessari óáran og draga úr neikvæðum áhrifum. Hvort sem það er fólk sem heldur sig heima í sóttkví, virðir samkomubann, starfsfólk HSS, starfsfólk fyrirtækja eða sveitarfélaganna; allir eru að leggja sig fram,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Hann segir að sveitarfélögin á Suðurnesjum séu þessa dagana að ræða hvað þau geta gert til að mæta ástandinu. Reykjanesbær samþykkti á fundi bæjarráðs 26. mars ýmsar aðgerðir. 

Public deli
Public deli

„Þar ræður miklu hversu lengi plágan varir. Því fyrr sem henni líkur því betra. Því betur sem íbúar fylgja fyrirmælum Almannavarna, Sóttvarnalæknis og Landlæknis því betra. Við lifum nú ástand sem er ólíkt öllu sem við höfum áður þekkt. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona. Á hverjum degi þurfum við að tileinka okkur nýja hluti og bregðast við breyttum aðstæðum.

Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu máli að við tökum höndum saman og förum að þeim fyrirmælum sem gefin eru hverju sinni sinni.

Öll él styttir upp um síðir. Áður en við vitum af verður farið að vora og hlutirnir færast í eðlilegt horf. Þangað til og um alla framtíð er mikilvægt að við sýnum samstöðu, öll sem eitt,“ segir bæjarstjórinn.