Fréttir

Samningi um biðskýli strætó og ljósaskilti vísað til bæjarráðs
Þriðjudagur 16. maí 2023 kl. 13:58

Samningi um biðskýli strætó og ljósaskilti vísað til bæjarráðs

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samning um biðskýli strætó og ljósaskilti fyrir sitt leyti og vísað honum til bæjarráðs til afgreiðslu.

Dengsi ehf. (Buzz) leggur fram samning um rekstur auglýsingabiðskýla á biðstöðvum í Reykjanesbæ. Buzz fær samkvæmt samningnum einkarétt til reksturs umræddra biðskýla og sölu auglýsinga á biðskýli í Reykjanesbæ. BUZZ fjármagnar rekstur götugagnanna með sölu auglýsinga báðum megin á annan gafl biðskýlanna, segir í afgreiðslu ráðsins.

Optical Studio
Optical Studio

Umrædd drög að samningi um biðskýli strætó og ljósaskilti voru lögð fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu miðað við athugasemdir á fundinum.