Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Panta einingar fyrir færanlegar skólastofur fyrir hálfan milljarð
Færanlegar stofur við Myllubakkaskóla.
Föstudagur 12. maí 2023 kl. 06:00

Panta einingar fyrir færanlegar skólastofur fyrir hálfan milljarð

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild þess að panta lausar einingar fyrir færanlegar skólastofur sem settar yrðu upp í Reykjanesbæ. „Í ljósi þess fordæmalausa ástands sem Reykjanesbær stendur frammi fyrir í grunn- og leikskólamálum þá er óskað eftir því að fá að fjárfesta í fleiri lausum einingum.

Hönnun og nánari útfærsla mun koma síðar en til að koma þessu í framleiðsluferli er nauðsynlegt að fá heimild til að panta einingarnar,“ segir í minnisblaði sem Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar, lagði fyrir síðasta fund bæjarráðs Reykjanesbæjar. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er kostnaður áætlaður um 500 milljónir króna.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hefði kannski verið fljótlegra að hlaða viðbótina við Stapaskóla úr svona gámaeiningum?