Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa við Ytri-Njarðvíkurkirkju á sunnudag
Á sunnudag, 16. nóvember, verður alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa haldinn hátíðlegur við Ytri-Njarðvíkurkirkju í Reykjanesbæ. Athöfnin hefst kl. 14:00 en þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega, eða upp úr kl. 13:40.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessum minningardegi. Hér á landi er jafnframt lögð áhersla á fræðslu og forvarnir. Í ár er sjónum sérstaklega beint að notkun öryggisbelta, sem geta dregið verulega úr líkum á dauðsföllum og alvarlegum meiðslum í umferðinni.
Dagskráin við Ytri-Njarðvíkurkirkju er sem hér segir:
13:40 Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við kirkjuna (að öllu óbreyttu)
13:45–13:55 Þátttakendur safnast saman við þyrlu og ökutæki viðbragðsaðila og tekin verður hópmynd
14:00 Kvennakór Suðurnesja flytur lagið „When I Think of Angels“ inni í kirkjunni
14:05 Minningarathöfn sett – séra Helga Kolbeinsdóttir og ræðumaður flytja stutt ávörp
Að athöfn lokinni er öllum boðið í kaffi og kleinur í safnaðarheimili Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Allir sem vilja sýna fórnarlömbum umferðarslysa virðingu og styðja við forvarnir í umferð eru hjartanlega velkomnir.





