Fréttir

Lyfta flytur Bryggjugesti milli hæða
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, ásamt hafnarstjóra og eigendum Bryggjunnar.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 5. desember 2022 kl. 10:18

Lyfta flytur Bryggjugesti milli hæða

Á dögunum var ný lyfta tekin í notkun á veitingastaðnum Bryggjunni í Grindavík. Fyrir þá sem ekki til þekkja, þá hýsti þetta hús við Grindavíkurhöfn, netagerð til fjölmargra ára. 

Fyrri eigendur höfðu sett upp lítið og notalega kaffihús á neðstu hæðinni og vakti það svo mikla athygli að fjárfestar sýndu áhuga og keyptu reksturinn og húsnæðið. Fyrir lá að efstu hæðinni yrði að stærstum hluta breytt í veitingastað en netagerð fer ennþá fram á hæðinni og vekur mikla aðdáun þeirra fjölmörgu erlendu ferðamanna sem koma í heimsókn en þeir geta horft á netaðgerðamennina leika listir sínar á meðan notið er góðra veitinga.

Þar sem veitingastaðurinn er upp á þriðju hæð þá var kominn tími til að koma lyftu í gagnið og blésu eigendur til hófs föstudaginn 18. nóvember þegar lyftan var vígð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Það sem er helst framundan á Bryggjunni er hið vinsæla jólahlaðborð en þar munu Maggi Kjartans og Helga Möller leika ljúfa jólatóna yfir borðhaldi.