Löngu-bingó Margrétar GK – „Hrikalega vel gert drengir“
Það var heldur betur líflegt við Sandgerðishöfn í dag þegar þrír bátar komu að landi með góðan afla en það voru áhafnarmeðlimir Margrétar GK 33 sem stóðu sannarlega upp úr.
Samkvæmt færslu á síðu Sandgerðishafnar var fyrri hluti dagsins frásagnarverður. Tveir handfærabátar, Hawkerinn og Þórdís GK, höfðu þegar landað, Hawkerinn með 1.475 kíló og Þórdís GK með 667 kíló.
En Margrét GK 33 stal senunni. Skipverjar á Margréti GK lögðu leið sína suður í Röst þar sem þeir hittu á „algjört bingó“ í löngu. Veiðin var það mikil að þeir þurftu að skilja hluta línunnar eftir og hyggjast sækja hana aftur í nótt.
Aflinn sem þeir lönduðu í morgun nam 17.217 kílóum og voru allar dósir, eins og hafnarstarfsmaður orðaði það, „vel fullar“.
„Hrikalega vel gert drengir,“ segir í færslunni frá Sandgerðishöfn.
Þessi veiðiferð mun eflaust lengi verða í minnum höfð hjá Margrétar-mönnum.






