Rúmfatalagerinn - 14. maí
Rúmfatalagerinn - 14. maí

Fréttir

Fimmtíu of hraðir
Föstudagur 24. júlí 2020 kl. 09:55

Fimmtíu of hraðir

Um fimmtíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Þar af voru tveir sem aldrei höfðu öðlast ökuréttindi og aðrir tveir sem voru grunaðir um ölvunarakstur.

Sá sem hraðast ók mældist á 147 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Þá voru fáeinir til viðbótar teknir úr umferð, grunaðir um ölvunarakstur og skráninganúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru óskráðar eða ótryggðar.

Sólning
Sólning