Nýsprautun flutt
Nýsprautun flutt

Fréttir

Listasafnið stofnar krakkaklúbb
Börn á Listasafni Reykjanesbæjar. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Mánudagur 5. desember 2022 kl. 11:22

Listasafnið stofnar krakkaklúbb

Listasafn Reykjanesbæjar hefur stofnað krakkaklúbb sem hefst með vinnustofum einu sinni í mánuði fram á vor. Safnið lítur á vinnustofurnar sem fyrsta áfanga í markvissu myndlistarstarfi sem opið er öllum almenningi og mun vonandi efla áhuga barna á myndlist. 

Fyrsta vinnustofan verður haldin sunnudaginn 11. desember næstkomandi í umsjón Gunnhildar Þórðardóttur, myndlistarmanns. Áætlaður tími er um ein klukkustund, allir velkomnir og aðgangur ókeypis, segir í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.