Max 1
Max 1

Fréttir

Landhelgisgæslan stendur fyrir alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga
Þriðjudagur 26. september 2023 kl. 10:03

Landhelgisgæslan stendur fyrir alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga

Landhelgisgæsla Íslands stendur fyrir hinni árlegu Northern Challenge sem er fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skipuleggur. Um 400 þátttakendur frá 15 löndum taka þátt að þessu sinni.

Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim á undanförnum árum. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem Northern Challenge er haldin hér á landi. Æfingin fer að mestu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli en einnig í Helguvík og í Hvalfirði.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Æfingin veitir sprengjusérfræðingum, sem koma hvaðanæva að úr heiminum, einstakt tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Northern Challenge hefur notið mikillar virðingar á meðal þjóða NATO og hefur skipað sér sess sem ein mikilvægasta æfing sprengjusérfræðinga innan Atlantshafsbandalagsins. Æfingin er hafin og stendur út næstu viku.

Í spilaranum hér að neðan má sjá hressandi innslag um viðbrögð við sprengju frá stríðsárunum í Skotlandi.