Fréttir

Jörð skelfur við Keili
Hér má sjá jarðskjálfta á Reykjanesskaga síðustu klukkustundir. Svæðin við Keili og nærri Reykjanestá eru lifandi.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 13. september 2021 kl. 18:34

Jörð skelfur við Keili

Nokkrir tugir jarðskjálfta hafa orðið síðasta sólarhringinn suð-suðvestur af Keili. Skjálftarnir eru allir tiltölulega litlir og á sex til átta kílómetra dýpi. Ætla má að skjálftarnir eigi upptök sín í kvikuganginum sem tengist eldstöðinni í Fagradalsfjalli. Kvikugangurinn liggur frá Keili og að Nátthaga.

Hér er áhugaverð síða til að fylgjast með jarðskjálftavirkni í rauntíma.

Þá hefur einnig verið talsvert um skjálfta á Reykjanesi, norð-norðaustur af Sýrfelli á bæjarmörkum Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar, upp af Sandvík. Þar eru einnig smáskjálftar en sá snarpasti síðustu klukkustundir er upp á M2 á 5,7 km. dýpi.

Vogar aðalskipulag
Vogar aðalskipulag