Flugger
Flugger

Fréttir

Jörð skelfur við Grindavík og varað við grjóthruni
Mánudagur 18. september 2023 kl. 13:31

Jörð skelfur við Grindavík og varað við grjóthruni

Skjálftavirkni við Grindavík hefur verið nokkur í morgun. Enging skjálfti hefur þó náð M3 að stærð. Sá stærsti í morgun var M2,7 og varð 3,6 km. NNA af Grindavík.

Grjóthrunshætta vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga

Vegna jarðhræringa sem nú standa yfir á Reykjanesskaga er aukin hætta á grjóthruni. Þetta kom fram í tilkyningu frá Veðurstofu Íslands í kjölfar skjálfta sem var 3.8 að stærð 2 km vestur af Kleifarvatni á dögunum vegna tilkynningar um nýlegt grjóthrun í Trölladyngju og við Grænavatnseggjar og Núpshlíðarháls, sem að öllum líkindum hrundi í þessum skjálfta.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Fyrr í sumar hefur verið tilkynnt um grjóthrun m.a. við Kleifarvatn, Litla-Hrút og Driffell. Fólk er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum, nálægt bröttum sjávarbjörgum og forðast svæði þar sem grjót getur hrunið.

Myndir af grjóthruni í Trölladyngju og við Grænavatnseggjar.
Ljósmyndari: Ásta Kristín Davíðsdóttir, landvörður UST