Optical studio
Optical studio

Fréttir

Húsnæðið óhæft til móttöku flóttafólks
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 18. nóvember 2022 kl. 15:30

Húsnæðið óhæft til móttöku flóttafólks

„Að mati bæjarráðs er húsnæðið óhæft til móttöku flóttafólks og því óskar bæjarráð eftir fundi með Vinnumálastofnun,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur á erindi frá Vinnumálastofnun er varðar móttöku flóttafólks að Víkurbraut 58 í Grindavík.

Erindi frá Vinnumálastofnun, dags 20. október sl., var lagt fyrir bæjarráð Grindavíkur á þriðjudag í síðustu viku en með erindinu vill stofnunin upplýsa um fyrirhugaða leigu á húsnæði fyrir alþjóðlega vernd sem og að kanna hvort sveitarfélagið myndi vilja gera þjónustusamning er snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur segir að bæjarráð geri athugasemdir við það að Vinnumálastofnun leigi húsnæði í sveitarfélaginu til móttöku flóttafólks án samráðs við bæjaryfirvöld. 

Optical studio
Optical studio

Ekki hefur enn komið til þessa fundar.

Ólíklegt að hælisleitandi kvarti undan myglu

„Þetta er allt saman ansi loðið en mér þætti ótrúlegt ef ríkið ætlaði sér ekki að fara eftir þeim reglum sem það setur sjálft varðandi heilnæmi íbúðarhúsnæðis,“ segir Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, í samtali við Víkurfréttir.

„Þetta er allt saman ansi loðið en mér þætti ótrúlegt ef ríkið ætlaði sér ekki að fara eftir þeim reglum sem það setur sjálft varðandi heilnæmi íbúðarhúsnæðis,“ segir Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

„Eigandi húsnæðis má dvelja í myglu ef hann svo kýs en ef um leiguhúsnæði er að ræða þá þarf kvörtun að koma frá sjálfum leigjandanum. Mér finnst harla ólíklegt að hælisleitandi myndi gera það og svo er enn annað mál hvernig líta beri á svona skammtímabúsetu. Þetta er allt saman ansi loðið en mér þætti ótrúlegt ef ríkið ætlaði sér ekki að fara eftir þeim reglum sem það setur sjálft varðandi heilnæmi íbúðarhúsnæðis,“ segir Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, en eins og fram hefur komið hafa eigendur Festi (Víkurbraut 58 í Grindavík), en þar hefur hótelið verið rekið síðan 2012, átt í viðræðum við íslenska ríkið varðandi að leigja húsnæðið undir flóttafólk.  Einnig kom fram í fréttinni að húsnæðinu var lokað í sumar vegna myglu og framkvæmdir standa yfir.

Ekki undir eftirliti varðandi aðbúnað

„Hælisleitendur á Íslandi er eini viðkvæmi hópurinn sem ekki er undir eftirliti Heilbrigðiseftirlitsins varðandi aðbúnað.  Heilbrigðiseftirlitið vinnur eftir reglugerð síðan 2002 og kannski má segja að hún sé orðin úreld því málefni hælisleitanda áttu varla við þá. Ríkið hlýtur að breyta þessum reglum m.v. núverandi stöðu þessara mála,“ segir Magnús.

Ásmundur Þorkelsson, starfsmaður HES, segir að bróðurpartur íbúðarhúsnæðis á Íslandi heyri ekki undir eftirlit. „Ef einhver vill búa í myglu í eigin húsnæði þá er það einkamál viðkomandi. Hins vegar ef leigjandi húsnæðis býr við myglu, þá getur hann farið fram á úttekt á húsnæðinu og ef satt reynist, þá verður eigandinn að gera úrbætur ef hann ætlar að leigja húsnæðið út til búsetu.“

Magnús segir að húsnæði hælisleitenda þurfi að uppfylla ákvæði heilbrigðisreglugerðar.  „HES var búið að úrskurða að húsnæðið við Víkurbraut 58 sé heilsuspillandi til íbúðar.  Embættið hefur ekki fengið neinar upplýsingar um að búið sé að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru um úrbætur. Hins vegar er reglugerðin orðin úrelt eins og áður kom fram og við vitum ekki alveg hvernig við myndum bregðast við ef ríkið myndi ákveða að hýsa hælisleitendur í Festi.“